Mosjøen Mannskor
Mosjøen Mannskor ásamt mökum á Þingvöllum
Kórinn heimsótti Karlakór Kópavogs í apríl 2007
Kórinn heimsótti Karlakór Kópavogs í apríl 2007
Mosjøen Mannskor frá Noregi er gamalreyndur kór sem nýverið fagnaði 90 ára afmæli sínu. Kórinn er framsækinn, með fjölbreytt lagaval og í stöðugri endurnýjun. Heimsókn þeirra var mjög ánægjuleg að þeirra sögn og heppnaðist með eindæmum vel. Á sama hátt var hún mjög ánægjuleg fyrir meðlimi Karlakórs Kópavogs sem eignuðust nýja vini og félaga í Noregi og áttu með þeim virkilega góðar stundir dagana sem þeir voru hér. Nú bíða menn spenntir eftir að heimsóknin verði endurgoldin fyrr en síðar.
Kórarnir héldu saman vel heppnaða tónleika föstudaginn 20. apríl í Norræna húsinu.
Nánar um kórinn á heimasíðu kórsins: http://www.mosjoenmannskor.com/