Um kórinn

Örstutt um kórinn:

Kórinn var stofnaður 16. október árið 2002 og hefur síðan haldið tónleika árlega og stundum tvisvar á ári. Samvinna hefur verið með Karlakórnum og öðrum kórum á nokkrum tónleikum. Kórinn hefur tekið þátt í margvíslegum öðrum verkefnum á tónlistarsviðinu. Þannig hefur kórinn sungið með á jólatónleikum Kristjáns Jóhannssonar og á tónleikum með, Kristni Sigmundssyni, Óperukór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands svo dæmi séu tekin. Karlakór Kópavogs tók einnig þátt í uppsetningu á leikverkinu Njálu í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Þorleifs Arnarsonar þar sem Árni Heiðar Karlsson var tónlistarstjóri. 

Karlakórinn er aðili að Kötlu, sambandi sunnlenskra karlakóra, og hefur tekið þátt í kóramótum á þess vegum frá stofnun kórsins. Nú síðast haustið 2015 tók kórinn þátt í Kötlumóti sem haldið var í Reykjanesbæ, þar sem um 15 karlakórar af sunnanverðu landinu mynduðu um 600 manna karlakór sem sungu fjölbreytt lög sem tengdust Suðurnesjum með ýmsum hætti.

Haustið 2010 tók kórinn þátt í Kötlumóti sem haldið var á Flúðum. Þar var einnig sungið í sameinuðum kór og í það skiptið við undirleik Stórsveitar Suðurlands. Haustið 2005 tók Karlakór Kópavogs þátt í Landsmóti karlakóra sem haldið var í Hafnarfirði og söng þar m.a. í sameinuðum karlakór allra þátttökukóranna við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Í tilefni 10 ára afmælis kórsins heimsótti kórinn vini okkar og frændur í Færeyjum í október 2012. Sungið var bæði í Klaksvík, vinabæ Kópavogs, og í Þórshöfn.

Árið 2017 ferðaðist kórinn til Ítalíu og söng þar á völdum stöðum í og í kringum Bolzano.

Árið 2024 heimsótti kórinn Þýskaland og ferðaðist og söng í  og í kringum Wiesbaden. Með kórnum söng Viðar Pálsson sem söng sig inn í hjörtu þjóðverja í Wiesbaden nú líkt og á árum áður.

Starfsmenn og formaður: