Kórstjórar - Píanóleikarar

Sigurður Helgi (2022 - )

Sigurður Helgi stundaði píanónám við Tónlistarskóli Húnaþings vestra á Hvammstanga og Tónlistarskólann á Akureyri þaðan sem hann útskrifaðist vorið 2004. Framhaldsnám lauk hann við Berklee College of Music í Boston með BM-gráðu 2011.

Að námi loknu hefur Sigurður Helgi starfað sem píanóleikari. Hann var um skeið rytmískur píanókennari og meðleikari við Listaskóla Mosfellsbæjar. Hann hefur hann komið að söngleikjauppfærslum hjá áhuga- og atvinnuleikfélögum og komið fram á tónleikum víða sem djasspíanisti, meðleikari, stjórnandi eða hljómsveitarmeðlimur.

Sigurður Helgi hefur kennt við Söngskólann í Reykjavík frá því í febrúar 2018.

Garðar Cortes - kórstjóri (2011 - 2022)

Garðar lauk einsöngvara- og söngkennaraprófum frá The Royal Academy og Music og Watford School of Music í Englandi 1968 og 1969, aðalkennari Joyce Herman Allen.  Hann fylgdi því námi eftir með söngnámi hjá Linu Pagliughi á Ítalíu, prof. Helene Karusso í Vínarborg og námi í  ljóðatúlkun hjá dr. prof. Erik Werba.

Garðar hefur komið víða við tónlistarlífinu á Íslandi:

Garðar hefur farið með tenórhlutverk í óperu- og tónleikahúsum víða um heim; í Bretlandi, Írlandi, öllum Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Suður Ameríku. Hann hefur einnig verið stjórnandi og kennari á Nord-klang kóramótum Norrænu kórasamtakanna sl. 20 ár og svo hljómsveitarstjóri m.a. í Þýskalandi, Búlgaríu, Rúmeníu, Tékklandi og Norðurlöndunum ásamt því að hafa verið gestastjórnandi í Carnegie Hall í New York og Barbican Center í London.

Garðari hefur hlotnast ýmiss heiður fyrir frumkvæði sitt og störf að tónlistarmálum. Hann hlaut fyrstu Bjartsýnisverðlaun Bröste fyrir stofnun Íslensku óperunnar 1982, var sæmdur  Hinni íslensku fálkaorðu 1990 og hlaut Menningarverðlaun VISA 1999.

Helstu sönghlutverk Garðars á óperusviðinu:

Píanóleikari: Hólmfríður Sigurðardóttir (2011 - 2022)

Hólmfríður Sigurðardóttir hóf píanónám sitt í Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem Ragnar H. Ragnar var aðalkennari hennar. Hún lærði síðan í Tónlistarháskólanum í München og lauk þaðan einleikara- og kennaraprófi. Að námi loknu settist hún að í Reykjavík og hóf störf við kennslu og píanóleik. Hún fór fljótlega að leika með söngvurum og hefur það verið aðalstarf hennar síðan, sem meðleikari við Söngskólann í Reykjavík og með kórum og söngvurum á tónleikum hér heima og erlendis.

Julian Michael Hewlett (2005 - 2011) - kórstjóri

Julian tók við kórstjórn hjá Karlakórnum árið 2005 og hefur stjórnað honum samfleytt síðan. Fram að þeim tíma hafði hann verið píanóleikari kórsins frá stofnun. Julian stundaði tónlistarnám frá barnsaldri og útskrifaðist árið 1988 frá The University of Kent in England með BA gráðu í tónlist. Julian fluttist til Íslands að námi loknu og hefur starfað hér sem píanóleikari, organisti, tónskáld, kórstjóri, tónfræðikennari og fiðlu- og sellókennari undanfarin 18 ár. Frá barnsaldri hefur Julian unnið að tónsköpun og hafa tónverk hans, m.a. kórverk, verið flutt víða í Englandi, Wales, Canada og Bandaríkjunum svo og hér heima.

Guðríður Sigurðardóttir (2008 - 2011) - píanóleikari

Guðríður hefur víða komið fram, ýmist sem einleikari eða með öðru tónlistarfólki, bæði hljóðfæraleikurum, söngvurum og kórum. Hér á landi hefur hún verið einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og leikið m.a. á vegum Tíbrár, Tónlistarfélagsins og Kammermúsíkklúbbsins, auk þess sem hún hefur haldið fjölda tónleika á landsbyggðinni. Erlendis hefur hún leikið í Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss og á öllum Norðurlöndunum.   Guðríður kennir við Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskólann í Reykjavík og er meðleikari söngnemenda við Söngskóla Sigurðar Demetz.

Natalia Chow (2002 - 2005) - kórstjóri

Natalia Chow (2002 - 2005) Natalia var fyrsti kórstjóri Karlakórs Kópavogs og átti frumkvæði að stofnun kórsins. Natalia fæddist í Kanton í Kína en ólst upp í Hong Kong og hóf snemma tónlistarnám. Hún lauk Honours Diploma og 8. stigi í píanóleik og einsöng frá Music and Fine Arts Department við Hong Kong Baptist University. Hún er með M.A. próf í tónmennt frá University of Reading í Bretlandi. Þar stundaði Natalía einnig söngnám á sama tíma en fór síðan í framhaldssöngnám hjá Yung Ho Du. Þá var hún ráðin sem lektor við Hong Kong International Institute of Music. Natalia fluttist til Íslands árið 1992 og hefur starfað hér sem söngkona, söngkennari, organisti og kórstjóri.