Samskiptareglur Karlakórs Kópavogs

Karlakór Kópavogs leggur áherslu á að félagsstarfið sé mönnum ánægjulegt.

Sterk liðsheild er forsenda þess að hópurinn geti tekist á við krefjandi verkefni.

Uppbyggjandi og heiðarleg samskipti eru í fyrirrúmi svo tryggja megi vellíðan félagsmanna og eftirsóknarverðan kór.

Hvers konar óviðeigandi hegðun svo sem einelti, kynferðisleg áreitni eða ofbeldi er ekki liðin og slíkt ber að tilkynna til stjórnar.

Kórfélagar sem verða fyrir ósæmilegri hegðun annars/annarra kórfélaga í sinn garð, eða verða varir við slíkt gagnvart öðrum kórfélögum, skulu tilkynna það til stjórnar sem mun gera sitt ítrasta til að stemma stigu við slíkri hegðun innan raða kórsins.