Siðareglur Karlakórs Kópavogs
- Kórfélagar skulu mæta vel á æfingar
- Kórfélagar skulu mæta snyrtilegir, tímanlega og vel
undirbúnir á æfingar þannig að þær geti hafist á réttum tíma.
- Kórfélagar skulu tilkynna raddformanni um forföll á
æfingar, aukaæfingar og aðrar uppákomur á vegum kórsins.
- Kórfélagar horfa á stjórnandann, hlusta á hann og taka
mark á honum.
- Eftir að kórstjóri hefur slegið af lokatóninn bíða
kórfélagar í þögn eftir skilaboðum um hvað skuli gerast næst.
- Kórfélagar skulu, á æfingum og eftir því sem tök eru á,
geyma samtöl sín á milli þar til gert er æfingahlé eða æfingu er lokið.
- Kórfélagar skulu ekki tala í síma eða valda öðru ónæði
meðan á æfingu stendur.
- Kórfélagar skulu ekki neyta matar, drykkjar, tóbaks,
tyggigúmmís eða annars sem kann að trufla æfingu meðan á henni stendur.
- Kórfélagar skulu halda vel utan um nótur sem þeim hefur
verið úthlutað og hafa þær með á æfingar eftir því sem æfingadagskrá gefur
tilefni til.
- Kórfélagar hjálpast að við að undirbúa æfingu og ganga
frá eftir æfingu.
- Kórfélagar ganga snyrtilega um alla
æfingaaðstöðu.
Það er kurteisi við kórfélaga
og stjórnanda að mæta vel á æfingar og taka vel eftir.
Góð mæting gerir allt
kórstarfið skilvirkara.
Karlakór
Kópavogs
|
|