FÉLLU ÚR GILDI 23. FEBRÚAR 2017

Reglur Karlakórs Kópavogs

1. grein

1.1. Kórinn heitir Karlakór Kópavogs.

1.2. Heimilisfang Karlakórs Kópavogs er hjá starfandi formanni kórsins á hverjum tíma. Varnarþing kórsins er í Kópavogi.

1.3. Eingöngu er um áhugamannafélag að ræða, sem ekki mun stunda neina fjárhagslega starfsemi.

1.4. Tilgangur kórsins er að styrkja og efla sönglíf með rekstri karlakórs.

2. grein

2.1. Stjórn kórsins skipa 5 karlar, formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og nótnavörður.

2.2. Kjósa skal stjórn árlega á aðalfundi kórsins og skulu kosningar vera leynilegar. Formann skal kjósa fyrst og sérstaklega, en aðra stjórnarmenn í einu lagi. Stjórnin skiptir með sér verkum.

2.3. Stjórn sér um að tilnefna raddformenn og skipa nefndir kórsins eftir þörfum.

2.4. Firmaritun félagsins er í höndum formanns og gjaldkera sameiginlega, en gjaldkeri sér um daglegan fjárhagslegan rekstur sem procuruhafi.

3. grein

3.1. Aðalfund skal halda árlega eigi síðar en 15. mars ár hvert.  Til aðalfundar skal boðað skriflega eða með tölvupósti, með 10 daga fyrirvara.  Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað.

3.2. Hreinn meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála.

3.3. Á aðalfundi skulu a.m.k. eftirtalin mál tekin fyrir:

  • a) Skýrsla formanns um störf kórsins frá síðasta aðalfundi.
  • b) Lagðir fram til samþykktar endurskoðaðir reikningar kórsins fyrir síðastliðið almanaksár.
  • c) Ákvörðun æfingagjalda
  • d) Kosning formanns
  • e) Kosning fjögurra stjórnarmanna.
  • f)  Kosning 2 félagslegra endurskoðenda.
  • g) Önnur mál.

4. grein

4.1. Æfingagjöld skulu ákveðin á aðalfundi fyrir eitt ár í senn.

4.2. Gjaldkeri sér um að innheimta æfingagjöld og hefur raddformenn sér til aðstoðar.

5. grein

5.1. Kórfélagar skulu mæta vel og stundvíslega á allar æfingar. Láta þarf raddformenn vita fyrir æfingu ef um veikindi eða önnur óumflýjanleg forföll er að ræða.

6. grein

6.1. Stjórn sér um að ráða kórstjóra og gera við hann starfssamning.

6.2. Kórstjóri sér um alla faglega þjálfun kórsins en ræður undirleikara og aukaþjálfara í samráði við stjórn. Stjórnin semur um launakjör starfsmanna kórsins.

6.3. Kórstjóri sér um að raddprófa þá sem vilja ganga í kórinn. Innganga í kórinn er á ábyrgð kórstjóra og stjórnar.

7. grein

7.1. Allar stærri ákvarðanir sem varða kórstarfið, skal bera undir kórinn í atkvæðagreiðslu. Hreinn meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitun mála.

8. grein

8.1. Allur ágóði af samsöngvum kórsins, svo og aðrar tekjur hans renna í kórsjóð, sem ávallt skal geymdur og ávaxtaður á öruggan hátt.

9. grein

9.1. Ef rétt þykir að slíta kórnum skal boða til fundar um það mál á sama hátt og til aðalfundar. Verður kórnum því aðeins slitið, að 2/3 fundaramanna samþykki það og skal að minnsta kosti helmingur kórfélaga vera mættur á fundinn. Ef kórslit eru löglega samþykkt ráðstafar sá fundur sjóði kórsins og öðrum eignum.

10. grein

10.1. Aðeins er hægt að breyta reglum þessum á aðalfundi og ber stjórn að senda kórfélögum fram komnar breytingatillögur með aðalfundarboði.

10.2. Þessar reglur öðlast þegar gildi.

 

Þannig samþykktar á fundi kórsins 30. október 2002, en stofndagur er 16. október 2002

Undirritun stjórnar Karlakórs Kópavogs til staðfestingar reglum þessum fyrir hönd stofnfélaga.

 

________________                              _____________________
Magnús Steinarsson                             Ögmundur Albertsson
 
________________                              _____________________
Rúnar R. Guðjónsson                            Jörgen Árni Albertsson
 
________________
Nikulás F. Magnússon